Hundgamlir forfeður

Punktar

Heilsa forfeðra okkar var góð. Þeir voru einkum prestar og góðbændur, sem gátu skilað afkomendum til nútímans, en ekki vinnufólk og smábændur, sem dóu út í hallærum. Þetta vel stæða fólk í fortíðinni varð hiklaust mjög gamalt, ef það komst á legg. Karlar komust almennt á sjötugsaldur og konur á áttræðisaldur, dóu ekki í barneignum. Þetta sparifólk sleit sér ekki út á erfiði, en bjó við vosbúð, ferðalög, óþrifnað og aum húsakynni þess tíma. Samt var heilsan góð, tennur heilar fram í gröfina. Til samaburðar sá ég, að ættir Bartólína og Jakobæusa í Danmörku fyrir fimm öldum lifðu mun skemmra æviskeiði, fimm áratugi á mann.