Á jólum heilsuðu ásatrúarmenn hækkandi sól. Nafnið er frá þeim tíma. Enn í dag eru jólin að mestu heiðin. Að vísu hefur Mammon tekið við af Óðni sem verndari jólanna. Kaupmenn gerðu hátíðina að keppni í sukki. Þannig eru jólin hundheiðin eins og þau voru fyrir innreið kristni. Fátt er kristið við jól, helzt sálmar og helgileikir. Jólasveinarnir eru hundheiðnir eins og jólatréð, þótt þeir hafi komið sér upp rauðri húfu. Grýla og Leppalúði hafa vinningin yfir jesúbarnið í jötunni. Kristnir reyndu að smeygja sér inn í þjóðarsálina með því að yfirtaka jólin. Þau urðu hér samt aldrei neitt „Christ-mass“. Eru enn og verða „jól“.