Jólin eru hundheiðin, forngermönsk hátíð til að fagna hækkandi sól. Flest tákn jólanna eru margfalt eldri en kristni. Þar er ljót fjölskylda Grýlu, stríðnir jólasveinar, hjólgrimmur jólaköttur, jólatré, jólakrans, jólageit, fyllerí í mat og drykk. Óðinn var líka nefndur Jólafaðir og Jólnir. Krists-Messa (Christ-mas) fellur alveg í skuggann, sömuleiðis Hanukkah Gyðinga og rauðklæddi kóka-kóla sveinninn, upprunalega Nikulás biskup í Tyrklandi. Kirkjan reyndi að taka yfir jólin, en hefur ekki tekizt. Veizlur og gjafir yfirgnæfa kirkjuferðir. Hafi Jólnir fengið samkeppni, er hún frá Mammon, en ekki frá Kristi.
Gleðileg jól!