Píratar eru enginn eins máls flokkur. Þeir eru hundrað mála flokkur með betur markaða stefnu en aðrir flokkar. Hún er unnin í löngu og öflugu ferli samráðs við sérfróða og felur í sér sátt milli misjafnra sjónarmiða. Þar er skýr stefna um nýja stjórnarskrá, um uppboð á veiðikvótum, um endurreisn heilsustofnana og mannsæmandi kjör sjúkra, aldraðra og öryrkja. Einnig um höfundarétt, þjóðgarð á hálendinu og ótal fleiri atriði, sem fimmflokkur hinna sviknu loforða hefur trassað. Píratar bjóða ekki aðeins þroskaða og fullmótaða stefnu. Þeir bjóða líka ný vinnubrögð, sem munu breyta pólitísku ferli og efla virðingu alþingis.