Flest bendir til, að skilanefnd Kaupþings hafi ætlað að skauta yfir hundrað milljarða króna stuld úr bankanum. Enda er skilanefndin að nokkru skipuð fyrrverandi yfirmönnum bankans. Ábendingin utan úr bæ var ekki ný frétt, því að Fjármálaeftirlitið hafði vitað um málið mánuðum saman. Hvorki eftirlitið né skilanefndin höfðu gert neitt með það. Nú er málið komið framhjá þeim til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglunnar. Vonandi gerir hún eitthvað í því. Þótt fólk hafi raunar ekki ástæðu til að treysta henni frekar en skilanefnd og fjármálaeftirliti. Ljóst er, að þarna átti að þagga niður risaskandal.