Hundrað milljörðum stolið?

Punktar

Því meira sem reynt er að hindra birtingu símtals Davíðs og Geirs 6. október 2008, þeim mun meira stækkar málið. Enda snýst það um 500 milljón evrur, sem gætu numið 100 milljörðum króna á réttu gengi. Snýst um meira fé en kostnað við nýja Landspítalann. Alvarlegar spurningar hafa birzt í fjölmiðlum: Hver var tilgangur fjárveitingar Seðlabankans á hrundeginum? Í hvað átti aurinn að fara? Hvers vegna fór peningurinn til Deutsche Bank, en ekki til London? Átti ekki að bjarga fyrirtæki Kaupþings þar? Hvað varð um peninginn, stal einhver honum? Kannski smámál fyrir Davíð, en stórmál fyrir kvalda þjóð.