Hundruð manna í vítahring

Hestar

Hundruð hafa hagsmuni af rangri stefnu í hrossarækt og tamningum. Bændur hafa lært að sveigja ræktun sína undir kröfur kerfisins og brekkunnar. Há einkunn á mótum auglýsir ræktun þeirra. Sama er að segja um tamningamenn og dómara í ræktunar-, gæðinga- og íþróttakeppni. Kröfur um útlit byggjast á aldargömlu mati á dönskum kerruhestum á brokki. Menn vilja lítinn haus, stuttan skrokk og langa fætur. Kröfur til gangs byggjast á, að hágengt tölt sé æðra en grunngangurinn, lull og valhopp. Kröfur um þjálfun byggjast á hávöxnum, þýzkum stríðshestum. Menn kunna ekki annað, eru aldir svona upp.