Hægri menn í Evrópu fíla ekki fremur en vinstri menn hernaðarstefnu Bandaríkjanna. Samt komast ráðamenn upp með að hunza pupulinn, einkum krataforingjar á borð við Tony Blair og Romano Prodi. Blair er raunar langt til hægri við brezka íhaldið og Prodi rekur stefnu, sem kenna má við nýja íhaldið í Bandaríkjunum. Prodi styður líka krossferðir Bandaríkjanna og stærri herstöðvar þeirra á Ítalíu, þótt allur þorri Ítala sé þeim andvígur. Blair er sjálfur hornsteinn krossferðanna, þótt allur þorri Breta sé þeim andvígur. Sama er með Geir hér á landi. Skítt veri með pupulinn.