Hunza regluverkið

Punktar

Mér sýnist félag lögreglustjóra telja við hæfi, að þeir sendi starfsfólki ráðuneyta skýrslur um einkahagi fólks. Og að þessar sendingar séu stílaðar beint á starfsmanninn og finnist aldrei í skrám ráðuneytisins. Yfirlýsing þess til stuðnings lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu verður ekki skilin á annan hátt. Þarna er greinilega víðtæk brotalöm í framkvæmd á regluverki. Að ýmsu þarf að gæta við slíkar sendingar til að brjóta ekki lagagreinar og reglugerðir. Lögreglustjórar virðast hunza allt regluverk og telja sig knúna til að hlýða gerræði ráðherra. Fasistar taka gerræði fram yfir regluverk góðrar býrókratíu. Ríkissaksóknari þarf að rannsaka þessa firru allra lögreglustjóra.