Reykjavíkurborg ber ekki skylda til að auka verðgildi lóða í miðbænum til að gleðja húseigendur og verktaka. Borgina á að reka í þágu borgara, ekki í þágu braskara. Hins vegar ber eigendum auðra húsa skylda til að halda þeim við og sjá um, að þau séu mannheld. Ef þeir gera það ekki, ber borginni skylda til að gera það á þeirra kostnað. Þetta er sérstaklega mikilvægt til að hindra húseigendur og verktaka í að ógna hagsmunum borgarbúa með að láta hús drabbast niður. Líka ber eigendum húsa skylda til að hreinsa graffiti. Með eftirlitsmyndavélum þarf svo að hafa hendur í hári veggjakrotaranna.