Húsnæðisvandi unga fólksins verður stærsta kosningamálið að ári eins og síðast. Þar er stóra stéttaskiptingin, munur þeirra, sem hafa það gott eða skítt. Sá vandi verður ekki leystur með niðurgreiðslum og uppbótum úr ótal nefndum og hugarfylgsnum velferðarráðherrans. Vandinn stafar einfaldlega af, að laun ungs fólks eru of lág. Obbinn af þjóðararðinum fer í klær auðgreifa. Samofin samtök vinnumarkaðarins leysa ekki vandann. Eru læst í úreltri brauðmolafræði. Alþingi þarf að ákveða lágmarkslaun, er brjóta upp ranga tekjuskiptingu. 400 þúsund til 500 þúsund krónur á mánuði. Krukk á kostnað skattgreiðenda er bara piss í skó.