Stundum les maður furðulegar fréttir, sem eiga sér litla stoð í rökréttu samhengi. Meðal þess er forsíðufrétt dagblaðs um okur á húsaleigumarkaði. Eftir sprengingu húsnæðislána geta allir keypt sér húsnæði, þótt þeir eigi ekki krónu. Sá, sem hefur efni á að borga 60.000 krónur í húsaleigu á mánuði, hefur áreiðanlega efni á að borga í staðinn 60.000 krónur á mánuði í afborganir og vexti af húsnæðisláni af smáíbúð, jafnvel þótt húsnæði hafi hækkað í verði. Af hverju kaupir fólk ekki í stað þess að taka á leigu? Er fólk kannski ekki meðvitað um nýja möguleika?