Húsnæðisvandinn er launavandi

Punktar

Hagsmunir unga fólksins felst í að komast í varanlegt heimili fyrir hóflegan hluta launa sinna. Minni hagsmunir felast í, hvort það eigi húsnæði eða leigi. Enn minni hagsmunir felst í sjónhverfingum um húsaleigubætur, vaxtabætur eða smíði smáíbúða, sem verða Airbnb fyrir túrista. Vandinn er allt annar, að laun eru of lág. Því að hundrað milljörðum er árlega stolið undan skiptum og falið í skattaskjólum. Lágmarkslaun þurfa að hækka í sama og gerist í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þau geta hækkað í 400.000 krónur á mánuði með því að ná falda fénu inn í þjóðarbúskapinn. Húsnæðisvandinn snýst bara um of lág laun Íslendinga.