Húsnæðisvextirnir

Punktar

Að frumkvæði KB-banka eru húsnæðisvextir komnir niður í 4,2% og munu áfram lækka á næstu misserum, því að erlendis eru húsnæðisvextir innan við 3% og þá með stimpilgjöldum og kostnaði inniföldum. Þetta frumkvæði bankans er auðvitað rothögg á hinn séríslenzka ríkisrekstur íbúðalánakerfisins. … Fyrsti veðréttur íbúða er og hefur alltaf verið eitt tryggasta veð, sem hægt er að fá. Reynslan sýnir líka, að íbúðalán endurgreiðast betur en flest önnur lán. Þess vegna er ekkert í markaðshagkerfinu, sem bannar, að þau lán séu með lægri vöxtum og kostnaði en önnur lán í þjóðfélaginu. …