Samfylkingin sýnir ábyrgð með að hverfa frá afneitun stjórnarþátttöku og bjóðast til aðildar. Ég skil ekki tregðu pírata. Kunna að hafa skynsamlegar skýringar, sem ég hef ekki séð. Þeim ber að taka þátt í ríkisstjórn Katrínar. Píratar geta skipað fagfólk sem sína ráðherra, þótt aðrir flokkar vilji ekki fyrir sitt leyti. Þessir þrír flokkar eiga margt sameiginlegt með Viðreisn og Bjartri framtíð, að minnsta kosti á pappírnum. Í sumum tilvikum kunna pappírsgögn að vera marklítil. Allir vildu þessir fimm flokkar hverfa frá spillingunni, sem gegnsýrir Framsókn og Sjálfstæðis. Allir vilja þeir breyta kvótakerfinu. Hvað er þá í veginum?