Nú tikkar klukkan í prófkjöri pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Kragann. Yfir 100 manns eru í framboði. Mig langar að sjá skrá um viðhorf frambjóðenda til mikilvægustu stefnumála pírata. Hverjir fylgja stefnuskránni í sem flestum atriðum? Sér í lagi langar mig að vita um viðhorf frambjóðenda til uppkasts stjórnlagaráðs að stjórnarskrá. Það er á stefnuskránni, en margir frambjóðendur hafa ekki tjáð sig enn. Einstakir kjósendur geta auðvitað grafið þetta upp sjálfir fyrir sig, en það tekur mikinn tíma. Þægilegra væri að geta rúllað yfir þessar staðreyndir í töflu. Mundi stuðla að upplýstri ákvörðun fleiri kjósenda.