Ég sá á vefnum frétt um, að löggan í Árnessýslu hefði fengið tilkynningar um þrettán slys á hestamönnum um ótiltekinn tíma. Allt vantaði í fréttina. Ekki var nein tímastning á slysunum né samanburður í fjölda við jafnlengd fyrri ára. Ekki var nein sundurgreining á þeim. Voru þeir með hjálm, voru þeir fullir, voru þeir á þjóðvegi, fældust bara hestarnir eða hrösuðu? Það eru rosalega pirrandi fréttirnar, sem vekja fleiri spurningar en þær svara. Einhver rannsóknablaðamaður mætti finna út, hvernig þessi slys voru, svo að ég og aðrir geti lært af því.