Nýjar genarannsóknir benda til, að áður fyrr hafi mörgum sinnum fleiri hvalir verið í Norður-Atlantshafi en hingað til hefur verið talið. Frá þessu segir í nýju tölublaði Science og mörgum erlendum dagblöðum. Þetta þýðir, að núverandi hvalastofnar eru aðeins lítið brot af eðlilegri stofnstærð. Hnúfubakar voru til dæmis um 240.000 talsins fyrir nútíma hvalveiðar, en eru nú um 10.000. Ennfremur segja dagblöðin þessa óvæntu niðurstöðu þýða, að Alþjóða hvalveiðiráðið muni ekki leyfa hvalveiðar að nýju í fyrirsjáanlegri framtíð. Sjáið t.d. frétt í Washington Post.