Hvalirnir sigruðu

Punktar

Þótt Japan hafi borið mikið fé á smáríki í Hvalveiðiráðinu, tókst ekki að hindra, að ráðið samþykkti að gera friðun hvala að hornsteini starfsins. Þar með hefur rúmlega hálfrar aldar gömul stofnun breyzt úr hvalveiðiklúbbi í hvalafriðunarklúbb. Öll stórveldin studdu tillöguna, sem samþykkt var í gær með 25 atkvæðum gegn 20 við mikinn fögnuð náttúruverndarsamtaka. Á móti voru Japan, Noregur, Ísland og ýmsar smáeyjar í Karabíahafi, sumar fámennari en Ísland.