Hvalur á haugum

Punktar

Helmingurinn af hvölunum, sem veiddust hjá Hvalstöðinni fyrir jól, er nú kominn á hauganna í Fíflholtum. Það er sá hluti, sem áður fór í bræðslu. Ekki hefur gengið neitt að selja hinn helminginn, þótt ætla megi, að hvalveiðisinnar geti skotið saman fyrir kostnaði. Kannski verður kjötið gefið eins og við gáfum Bandaríkjamönnum lambakjöt áður en þeir neituðu að skipta við okkur. Útrásarmenn íslenzka hagkerfisins kvarta sáran yfir hvalveiðunum. Þær eru bara neyðaróp þjóðrembdra, sem ekki vilja láta aðra segja okkur fyrir verkum og vilja væntanlega borga fyrir þann lúxus.