Hvalur er skrípó

Punktar

Hvalaskoðun er bisness, sem gefur evrur, alvörupening. Ekki skrípó eins og flótti á hvalkjöti undir dulnefni milli hafna við Norðursjó. Kjötinu var svo snúið aftur til Íslands. Verðlaus afurð, sem enginn vill flytja, enginn vill geyma og enginn vill kaupa. Hrefnan er skrípó. Hvalveiðar eru að vísu ekki ógnun við náttúru, heldur ógnun við bisness. Síðan þrengir Sigurður Ingi ráðherra að hvalaskoðun til að efla hvalveiði. Situr svo undir bandarískum hótunum um viðskiptaþvinganir. Þrautseigur karl eins og Kristján Loftsson, eins og Bjartur í Sumarhúsum, eins og þjóðin sjálf. Alveg fram í andlátið.