Norðmenn settu 1000 hvala kvóta á sumarvertíðinni, sem lýkur í ágúst. Þeir veiða hins vegar ekki nema tæplega 500 hvali, rétt innan við helming af kvótanum. Helzta ástæðan er, að kjötið selzt illa og frystigeymslur eru fullar. Norsk stjórnvöld vilja láta sýnast, að þau geti leyft eins mikla hvalveiði og þeim sýnist. Jafnframt neita þau að horfast í augu við, að hvalur er ekki lengur á borðum manna, ekki einu sinni í Japan. Í báðum þessum ríkjum eins og á Íslandi eru hvalveiðar knúðar fram af þrjózku, sem á sér ekki arðbæra forsendu í markaðslögmálum.