Hvammsá

Frá Hvammsá í Hvammssveit upp með Hvammsá í Skeggaxlarskarð.

Þetta var fjölfarin leið, þegar verzlun var í Skarðsstöð. Hvammur var bær landnámskonunnar Auðar djúpúðgu. Þar bjó Hvamm-Sturla, faðir Sturlunga, Sighvats, Snorra og Þórðar. Þar ólst upp Árni Magnússon, síðar prófessor í Árnagarði.

Förum frá Hvammsá norðvestur með Hvammsá inn Skeggjadal og upp úr dalbotninum. Förum vestan Skeggaxlar í Skeggaxlarskarð í 690 metra hæð. Þaðan eru margar leiðir í ýmsa dali.

11,9 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Fáskrúð.
Nálægar leiðir: Náttmálahæðir, Nónborg, Flekkudalur, Búðardalur, Skeggaxlarskarð, Sælingsdalur, Þverdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Glaður, hestamannafélag