Hvannstóðsfjöll

Frá Brú á Jökuldal um Háumýrar á Kverkfjallaslóð.

Í Laugarvalladal og yzt í Vesturdal var fyrrum mikill gróður og nokkur byggð, en þarna hefur orðið mikið landrof. Jarðhiti er á Laugarvöllum, innarlega í Laugarvalladal. Þar er baðaðstaða í laug. Oft er nokkur umferð hreindýra á þessum slóðum.

Förum frá Brú þjóðveg 910 norður á Fiskidalsháls og vestur stuttan kafla á hálsinum. Förum síðan jeppaleið suðvestur heiðina, austan við Múla og vestan við Nónhnúk, yfir Reykjará og suður Laugarvalladal. Upp heiðarsporðinn milli Laugarvalladals að austanverðu og Vesturdals að vestanverðu. Síðan til suðvesturs milli Þríhyrningsfjallgarðs að vestanverðu og Hvannstóðsfjalla að austanverðu. Síðan suður um Háumýrar að slóð frá Kárahnjúkum. Fylgjum þeirri slóð að slóð að Brúarjökli og í Grágæsadal.

38,7 km
Austfirðir

Jeppafært

Nálægir ferlar: Grágæsadalur, Sænautasel.
Nálægar leiðir: Meljaðrafjall, Miðgötumúli, Brattifjallgarður, Aðalbólsleið, Vatnajökulsvegur, Byttuskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort