Hvar á þjóðin vörn?

Punktar

Ríkisstjórnin tekur nýja fiskitegund, makríl, og úthlutar kvóta á hana. Til kvótakónganna, sem stálu því, sem fyrir var af kvóta, og veðsettu. Látum vera, hvaða hagfræði er í að leyfa bræðsluveiðar á matfiski. Það er annar glæpur, sem ég ræði ekki hér. En ríkisstjórninni bar engin skylda til að láta kvótakónga hafa makríl til viðbótar við hitt. Auðvitað á að bjóða út allan nýjan kvóta. Það er skref í átt til auðlindagjalds, sanngjarnasta skattstofnsins. Undirrót glæpsins er hjá Jóni Bjarnasyni örlaga-rugludalli. En ríkisstjórnin er meðsek og stuðningsflokkar hennar. Hvar á þjóðin vörn?