Hvar er allt fólkið?

Punktar

Hvar er þúsundið, sem tók þátt í þjóðfundinum 2009 um stjórnarskrá? Hvar eru þau hundraðogfimmtánþúsund, sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í október? Hvar er sá eindregni meirihluti, sem vildi byggja nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs? Hvað hugsar allt þetta venjulega fólk um misþyrmingu Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og núna síðast Samfylkingarinnar á niðurstöðum þessa ferils? Fróðlegt væri að vita, hvort fólk lyppast almennt niður. Eins og pupullinn hefur jafnan gert hér á landi andspænis handaflinu. Eða hvort fólk rís upp til varna í kosningunum í vor.