Hvar er hauskúpan

Fjölmiðlun

Enginn fjölmiðill hefur svo ég viti birt mynd af hauskúpunni, sem fannst um páskana á Kjalarnesi. Talað er um hana sem hauskúpu eða hluta af hauskúpu. Handhafi gripsins gaf sig fram og þóttist ekki hafa vitað, að hún væri af manni! Gallinn við fréttina er, að engin mynd birtist af hauskúpunni. Samt hlýtur að skipta máli fyrir notendur frétta, að þeir sjái umdeildan hlut, svo að þeir geti myndað sér skoðun á málinu. Þetta er líklega hluti af “need to know” stefnunni: Að pupullinn skuli fá að vita nákvæmlega það, sem vísir menn og hliðverðir telja hann þurfa að vita. Ekki gramm umfram það.