Hvar er InDefence nú?

Punktar

Ekki veit ég, hvort góður sé óformlegur samningur stjórnarinnar við fyrrverandi „hrægamma“ og núverandi kröfuhafa. Mér sýnist ljóst, að Lee Buchheit hafi þarna dregið Ísland að landi eins og hann gerði í IceSave III. Það eitt ætti að vera eins og rauð dula framan í rembdu InDefence samtökin hans Sigmundar Davíðs. Nú er ráð fyrir Frosta og félaga að heimta kylfur og haglara á loft. Ættu að eiga auðvelt með að fá Sigmund Davíð til fylgis. Færi létt með að vera í andstöðu í stjórn. Hefja undirskriftasöfnun og knýja Ólaf Ragnar til að hafna málalyktum. Þá getur SDG loks siglt inn í þingkosningar undir þöndum seglum þjóðrembunnar. Eins og síðast.