Hvar er málaskráin?

Punktar

Ráðuneytisstjóra ber að verja ráðuneytið, þegar viðkomandi ráðherra fer að brjóta lög og reglur. Ragnhildur Hjaltadóttir í innanríkisráðuneytinu hefur ekki unnið vinnuna sína. Reglur um samskipti ráðuneyta við umhverfið eru frá 2013. Þær segja, að skrá skuli í málaskrá samskipti innan og utan ráðuneytis, þar á meðal samtöl og fundi. Samt virðist ekkert formlega skráð af samskiptum og símtölum milli iðnaðarráðuneytis og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Af hverju passar Ragnhildur ekki, að reglum sé fylgt? Því mikilvægara er málið sem núningur er meiri milli málsaðila. Kann hún ekki reglurnar um stjórnsýslu?