Hvar er Schwarzenegger?

Punktar

Þannig spyr Timothy Egan í New York Times. Landsfeður Evrópuríkja í hópi áttveldanna hefðu heldur viljað fá Arnold Schwarzenegger til Heiligendamm en erkifíflið George W. Bush. Arnold er repúblikani, fæddur í Austurríki og hefur rekið evrópska grænstefnu í Kaliforníu. Það er níunda mesta hagveldi heims, framar Kanada og Indlandi. Schwarzenegger þvingaði bílaframleiðendur til að bæta útblásturinn. Hann hefur skuldbundið ríkið til að minnka eitur í útblæstri um 25% fyrir árið 2020. Hann þorir meira að segja að gera grín að kristnum trúarofstækismönnum á borð við geðsjúklinginn Rush Limbaugh.