Aðeins einn blaðamaður var við málflutning fyrsta svindlmáls bankahrunsins. Lofar ekki góðu um frammistöðu fjölmiðla næstu misserin. Blaðamaðurinn var Magnús Halldórsson á Viðskiptablaðinu. Birti þar greinargott yfirlit um málflutning. Hvar voru dagblöð, hvar var útvarp og sjónvarp? Vitni sögðu, að Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri hefði setið fundi samráðshóps um stöðu bankanna mánuðum saman fyrir bankahrun. Þar fékk hann að vita, að bankarnir væru að hrynja. Þar lagði hann til, að þjóðinni yrði ekki skýrt frá hruninu. Seldi sjálfur bankahlutabréfin sín við fyrsta tækifæri. Hinn sanni innherji.