Hvarfsdalur

Frá Skarði í Skarðssveit um Búðardal og Hvarfsdal að Biskupsvörðu vestan Skeggaxlar.

Förum frá Skarði eða Búðardal austur Búðardal og síðan suður Hvarfsdal. Þaðan austsuðaustur brekkurnar að Hestamýri og Biskupsvörðu og svo norðaustur í Skeggaxlarskarð í 690 metra hæð. Þaðan eru margar leiðir í ýmsa dali.

14,5 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægar leiðir: Skeggaxlarskarð, Skothryggur, Búðardalur, Sælingsdalur, Skarðið.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Glaður, hestamannafélag