Hvasst í krónuskjólinu

Punktar

Efnahags- og framfarastofnunin OECD telur, að horfur Írlands séu betri en horfur Íslands. Írland hefur nefnilega evrur en Ísland hefur krónur. Írskur almenningur sætti ekki kjaraskerðingu vegna gengishruns, en kjör Íslendinga rýrnuðu um fjórðung. Írar eyddu því ekki tíma í að rífast um forsendubrest, heldur lifðu sælir með sínar evrur. Því eru Írar komnir á sléttan sjó eftir bankahrunið en Ísland er í spennitreyju gjaldeyrishafta. Undirstöður efnahags eru traustari hjá Írum. Þar fjárfesta hátæknifyrirtækin, sem forðast Ísland. Raunvextir eru þar 0,8%, en hér 3,8%. Það er hvasst í íslenzka krónuskjólinu.