Hvenær fáum við Klambratún?

Punktar

Gamli maðurinn sagðist hafa fæðst í Sankti Pétursborg, alizt upp í Petrograd, búa í Leningrad, en hann mundi deyja í Sankti Pétursborg. Þessi sannspái maður bjó alla tíð á sama stað. Rithöfundurinn Shashi Tharoor skrifar ágæta grein í International Herald Tribune í dag um breytingar á staðanöfnum, sem stundum fara í hring. Þannig varð Kongó að Zaire á tímum Mobuto og núna aftur að Kongó. Kambódía varð að Kampútseu á dögum Rauðu kmeranna og núna aftur að Kambódíu. Canaveral-höfði varð að Kennedy-höfða eftir lát forsetans, en nú orðinn aftur að Canaveral. Þetta vekur spurningar um reykvískt örnefndi, sem komst í ónáð á einhverju minnimáttarskeiði borgarstjórnar fyrir nokkrum áratugum. Miklatún er skelfilega púkalegt uppnefni á Klambratúni. Hvenær fáum við gamla og góða nafnið aftur?