Hver borgar 25% vexti?

Punktar

Í kreppunni er hægt að fá upp í 18.7% vexti á bankareikningum. Ef þú lætur peninga inn á markaðsreikning í Landsbankanum færðu slíka vexti. Það er fínt fyrir þig, þú getur tekið peningana út fyrirvaralaust, hvenær sem er. En það er ekki eins fínt fyrir þá, sem þurfa að ná í peninga, til dæmis atvinnulífið. Fáar fjárfestingar í atvinnulífinu standa undir slíkum vöxtum plús vaxtamismun, samtals minnst 25% vöxtum. Hagvöxtur hér á landi er oft um það bil 2%. Af því er ljóst, að venjulegt atvinnulíf getur ekki borgað 25% vexti. Gott dæmi um heimatilbúna kreppu með heimatilbúnum okurvöxtum.