Helgi Seljan er fréttamaður Kastljóss. Hefur undanfarið reynt að spyrja Geir Haarde og Björgvin Sigurðsson einnar spurningar. Hvers vegna fjármálaeftirlitið fór ekki að lögum og reglum um leyfi og eftirlit með opnun innlánsreikninga erlendis. Auðvitað geta ráðherrarnir ekki svarað þessu. Björgvin flytur jafnan ræðu um Evrópska efnahagssvæðið og Geir lýsir yfir, að fjármálaeftirlitið sé fínt. Til hvers er að halda blaðamannafund, ef það er ekki til að svara einföldum spurningum. Hroki Geirs nægði honum samt til að kalla Helga fífl og dóna. Þær einkunnir eiga við ráðherrana.