Hver étur hvalinn?

Punktar

Hvalveiðar hafa verið leyfðar. Hvalstöðin í Hvalfirði fær ekki uppáskrift heilbrigðisyfirvalda, enda er eins gott, að eftirlit Evrópska efnahagssvæðisins sjái ekki stöðina. Ferðaþjónustan býst við tjóni, ekki bara í hvalaskoðun. Enginn markaður er fyrir kjötið. Japanir hafa með miklum tilkostnaði reynt að fá ungt fólk þar í landi til að borða hval, en ekkert hefur gengið. Íslendingar geta ekki heldur torgað mörgum hvölum. Hvað á þá að gera við veidda hvali, annað en að gleðja þjóðernissinna? Ákvörðun útvegsráðherra um hvalveiðar er rugl í þágu þjóðernisöfga