Sem ritstjóri sinnar síðu ber bloggari ábyrgð á nafnlausum athugasemdum, sem þar birtast. Ég leysi málið með því að leyfa engar athugasemdir. Egill Helgason ritstýrir sínum vel, en fórnar í það miklum tíma. Ég er latari en hann. Þar sem ég leyfi ekki athugasemdir, geri ég ekki heldur athugasemdir undir skrifum annarra. Ég tel bloggið á Íslandi vera orðið nógu þroskað og tæknin nógu þroskuð til að hver geti haft sitt eigið ræðupúlt. Ég fylgist daglega með bloggi sjötíu manna. En ég les aldrei athugasemdir, sem fylgja neðan við það eða undir sérstökum hnappi á síðunni. Hver hefur sinn smekk.