Hver má birta stolin gögn?

Fjölmiðlun

Wikileaks liggur niðri þessar vikur af fjárhagsástæðum. Því birtust gögnin um Milestone ekki þar, utan lögsögu Íslands. Þau birtust hins vegar í DV, innan lögsögu Íslands. Því velta menn fyrir sér, hvernig þau komust þangað. Líka þeir, sem létu sér í léttu rúmi liggja, hvernig íslenzk gögn komust til Wikileaks. Væntanlega voru flest gögn stolin, sem birtust þar. Þar með talin lánabók Kaupþings. Eins og talið er, að Milestone gögnin séu stolin. Birting uppljóstrana úr þeim gögnum er líka mikilvæg fyrir almenning. Þau sýna rotin fjármál. Fólk sér þar, að bankarnir voru herfilega misnotaðir í þágu skúrka.