Hver passar makrílinn?

Punktar

Ríki og ríkjabandalög við Atlantshafið austanvert deila fast um rétt til að veiða makríl. Þar togast á hagsmunir, sem veifa þeim rökum, sem handhæg eru hverju sinni. Sumir vilja miða við veiðireynslu, aðrir við breytingar á flökkulífi makríls. Enginn sátt hefur náðst og hver étur úr sínum poka. Það hefur leitt til mikillar ofveiði á makríl. Hver málsaðili setur sér mörk, sem eru fáránlega há. Enginn gætir hagsmuna makrílstofnsins. Hver verður sigur manna, ef stofninn fer eins og þorskstofninn við Nýfundnaland? Þá tapa allir og málið leysist á einfaldan hátt. Enginn spyr: Hver passar makrílinn?