Hver sér þá um fréttir?

Fjölmiðlun

Þegar dagblöð eru dauð, hver á þá að flytja okkur fréttir? Tæpast fáum við ígildi dagblaðafrétta í sjónvarps-fréttatímum, sem jafngilda tveimur síðum í dagblaði. Tæpast fáum við það í bloggi á vefnum. Þaðan kemur lítið brot nýrra frétta. Enginn annar miðill getur komið í stað dagblaða. Fréttirnar, sem við lesum á vefnum, eru að öllum þorra á vefsíðum, sem dagblöð halda úti ókeypis. Þau eru eini aðilinn, sem hefur mannafla fyrir sérgreinar í fréttaöflun. Þau eru eini aðilinn, sem getur séð þjóðfélagi nútímans fyrir nauðsynlegum fréttum. Samt eru þau dauðans matur. Það er þér að kenna.