Ráðleggingar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eru sumpart rugl og sumpart hluti af dauðum trúarbrögðum nýfrjálshyggjunnar. Stofnunin er orðin heimsfræg af rugli, sem hefur rústað ríkjum víðs vegar um heim með “shock treatment”. Allt frá heimsveldi Rússlands um ríki á borð við Chile og Argentínu niður í smáríki úthafanna. Menn spyrja: Hver tapaði Rússlandi? Svarið er: Alþjóða gjalderyissjóðurinn. Hvergi vex gras, þar sem sjóðurinn hefur riðið yfir. Við getum ætlazt til, að fáránlega stofnunin hætti að veita ráð, því að hún hefur þau engin. En áfram böðlast hún samt við að ráðleggja Íslendingum.