Alþingismenn vorir eru meðteknir af þeim séns, að einhver nenni að hlera ruglið úr þeim. Þingdagurinn hefur farið í stóra mál tómu tölvunnar. Hinn hefðbundni hálftími hálfvitanna hefur teygst upp í heilan eftirmiddag. Samt hefur leyniþjónusta Haraldar Johannessen haft ellefu mánuði til að rannsaka tölvuna. Án nokkurs árangurs, hún er sögð hafa verið tóm, þegar á reyndi. Æðislega grunsamlegt segja menn og hafa séð James Bond. Verst láta Bjarni Benediktsson og Sigurður Kári Kristjánsson. Gera því skóna, að Birgitta Jónsdóttir sé njósnakvendið. Eins konar Jinx eða Octopussy. Hver er þá Bond?