Hver vill lána skuldseigum fé?

Punktar

Sumum finnst furðu sæta, að Norðurlönd vilji ekki hjálpa okkur. Nema við séum fyrst búin að semja frið við útlandið um IceSave. Margir telja þetta bera vitni um lítinn áhuga á norrænni samvinnu. Satt er, að sú samvinna hefur lengi verið ofmetin. Hitt er samt skrítið, að við séum í þvílíkri afneitun, að við sjáum ekki forsendur tregðunnar: Almennt er á Norðurlöndum litið á okkur sem vandræðamenn, sem vilji ekki borga skuldir. Þannig túlka menn forsetann og andstæðinga friðarsamningsins. Af gefnum tilefnum. Umræðan á Íslandi gengur fram af útlendingum. Hver vill lána slíkum aulum peninga?