Fyrir tæplega hálfri öld voru samningar Landsvirkjunar við verktaka með ákvæðum um ábyrgð verktaka á undirverktökum sínum. Nú er dólgafrjálshyggjan svo langt leidd, að enginn ber ábyrgð á neinu og hver vísar á annan. LNS Saga fær mikið af verkum byggðum á undirboðum undirverktaka. Slíkir fara svo ekkert eftir reglum um laun og hlaupast svo af landi brott, þegar hringurinn þrengist. Eftir standa vinnuþrælar í ókunnu landi. Kominn er tími til að rífa alla þessa útúrdópuðu frjálshyggju og láta alla bera ábyrgð á svikum sínum og svindli. Hér eru bófar gerðir að ráðherrum og einum jafnvel falið að mynda ríkisstjórn. Tómt flopp.