Hveravellir til skammar

Punktar

Hveravellir hafa árum saman verið til skammar. Nýir aðilar hafa tekið við, sem betur fer. Ekki virkar, að ferðastaðir séu í umsjón sveitarfélaga. Gullfosssvæðið tekur af myndarskap við tugþúsundum gesta á góðum helgardegi, en Hveravellir stynja undir hundruðum. Þar var allt í skralli og jafnan vatnslaust, þegar ég kem þar. Hrákasmíði heimamanna er yfirgnæfandi, samanber klósettvirkið á miðju svæðinu. Furðulegt er, að ekki skuli vera hægt að hafa leiðslur og dælur í lagi. Ótækt er, að veðurhúsið sé notað sem sumardvalarstaður kontórista, þar á að vera gisting ferðafólks. Ástæða er til að ætla, að ástandið muni skána við stjórn Allrahanda á Hveravöllum.