Hverfi nýbúa í Evrópu

Punktar

Þótt Bandaríkjunum hafi gengið misjafnlega að bræða svertingja saman við þjóðfélagið, hefur þeim gengið betur með flesta aðra hópa. Þar laga menn sig að því, sem fyrir er. Og mörgum gengur bærilega að komast áfram í lífinu, til dæmis fólki frá Austur-Asíu. Alveg eins og Indverjum gengur vel í Bretlandi. Í heild standa Bandaríkin betur að vígi en Evrópa, þrátt fyrir fleiri hælisleitendur. Í Evrópu eru stjórnvöld of feimin við að krefjast aðlögunar þeirra, sem vilja njóta gestrisni nýja landsins. Í Evrópu hafa myndast hverfi aðfluttra, sem ekki tala ríkismálið og enga atvinnu hafa.