Frá þjóðvegi 1 við Vogaflóa við Mývatn um Hverfjall að Hvannfelli.
Hverfjall eða Hverfell er eitt þekktasta fjall landsins, 3000 ára gamalt, nánast hringlaga gígur um tvo kílómetra að þvermáli, orðinn til í gufusprengigosi. Nökkvabrekka er klettamyndun, sem minnir á bát. Lúdentsborgir eru klepragígaröð frá Hverfjalli að Bláfjallsfjallgarði. Við fyrstu borgina, Aðhaldsborg, er náttúrulegt aðhald fyrir hesta. Stærsti gígurinn er Lúdent, 700 metrar að þvermáli og 100 metra hár.
Byrjum við þjóðveg 1 við Vogaflóa við Mývatn. Förum þaðan jeppaslóð austur að Hverfjalli. Síðan suður með fjallinu og áfram suðsuðaustur um Strandarholt og Nökkvabrekku. Suður með Lúdentsborgum austanverðum að vegamótum Almannavegar austur að Ferjufjalli við Jökulsá á Fjöllum og leiða í Heilagsdal og Bláhvamm. Við fylgjum Almannavegi til austurs og förum austur að Hvannfelli og norður fyrir fellið.
12,6 km
Þingeyjarsýslur
Jeppafært
Nálægar leiðir: Almannavegur, Heilagsdalur, Bláhvammur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson