Eins og fleiri sakna ég kjósenda Framsóknar meðal þeirra, sem ég þekki, og sakna þeirra líka í bloggi og fésbók. Einhvers staðar hlýtur rosafylgið að fela sig, það getur ekki allt ráfað úti á túni. Virðast vera kjósendur, sem láta lítið fyrir sér fara. Sennilega er stærsti hlutinn sjálfstæðismenn, sem eru ósáttir við gamla flokkinn sinn, skrítin málefni hans og áherzlur. Fara beina leið til baka, þegar Flokkurinn gefur kost á því. Þannig má líta á ofurfylgi Framsóknar sem lánsfylgi frá Sjálfstæðisflokknum. Þjóðina skiptir hins vegar engu hvorn bófaflokkinn þessir kjósendur styðja hverju sinni.