Hverfur Evrópa úr augsýn?

Punktar

1. Bezt er að hefja fyrst aðildarviðræður við Evrópu og leyfa þjóðinni síðan að greiða atkvæði um útkomuna. Ekki ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur bindandi. Stjórnarliðinn Þórunn Sveinbjarnardóttir fullyrðir, að ráðgefandi þýði bindandi. Það er rugl. Ef kosning á að vera bindandi, á að standa á blaði að hún sé bindandi, ekki ráðgefandi. 2. Tímafrekt, innihaldsrýrt og óráðlegt er að hafa tvær kosningar, fyrri um viðræður og síðari um aðild. Samt nýtur tvöfalda kerfið nokkurs fylgis þingmanna. Óttast að taka ákvörðun um Evrópu sjálfa. Vilja heldur að hún hverfi úr augsýn af tæknilegri ástæðu.